Íslenskur framburður er nokkuð flókinn. Í eftirfarandi yfirliti má sjá einfaldaðar framburðarreglur fyrir sérhljóð og samhljóð auk lista yfir íslensk fónem. Fyrir þá sem vilja kynna sér reglurnar í smáatriðum er mælt með bók Indriða Gíslasonar og Höskuldar Þráinssonar: Handbók um íslenskan framburð. Reykjavík. Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands, 2000.
Til að framkalla framburð með IPA-hljóðritun er notuð forskrift með yfir 800 framburðarreglum sem finna má í Handbók um íslenskan framburð. Leita má að IPA-hljóðritun sérhvers orðs eða orðmyndar (e.g. datt - 1.pers.et. þt. sagnarinnar “detta”) og jafnvel orða sem ekki eru í orðabókinni (e.g. Eyjafjallajökull).
Frekari upplýsingar um íslenska hljóðkerfisfræði má nálgast hér á Wikipediu